Matthías lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og kandídatsprófi frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2012. Hann hefur tekið námskeið fyrir starfandi sálfræðinga á Íslandi, meðal annars námskeið um siðareglur sálfræðinga og námskeið um samkenndarmeðferð. Vorið 2019 lauk Matthías tveggja ára sérnámi í hugrænni atferlismeðferð fyrir sálfræðinga og geðlækna á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands og Oxford Cognitive Therapy Center. Matthías hefur leyfi frá embætti Landlæknis til að kalla sig sérfræðing í klínískri sálfræði fullorðinna.