Matthías Matthíasson
sérfræðingur í klínískri sálfræði

Matthías lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og kandídatsprófi frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2012. Hann hefur tekið námskeið fyrir starfandi sálfræðinga á Íslandi, meðal annars námskeið um siðareglur sálfræðinga og námskeið um samkenndarmeðferð. Vorið 2019 lauk Matthías tveggja ára sérnámi í hugrænni atferlismeðferð fyrir sálfræðinga og geðlækna á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands og Oxford Cognitive Therapy Center. Matthías hefur leyfi frá embætti Landlæknis til að kalla sig sérfræðing í klínískri sálfræði fullorðinna.

mm2.jpg

Matthías hefur sinnt verkefnum fyrir áfallateymi Rauða krossins á Íslandi. Hann var um árabil í ráðgjafahópi Samtakanna '78, félags hinsegin fólks. Matthías starfaði einnig sem skólasálfræðingur og hefur áratuga reynslu af íslenska skólakerfinu sem kennari við grunnskóla og framhaldsskóla auk þess sem hann hefur kennt í leikskólum og í háskólum. Matthías gegndi lektorsstöðu í sálfræði við Háskólann á Akureyri 2013-2014. Matthías hefur starfað sem meðferðarfulltrúi á Barna- og unglingageðdeild auk starfa á geðdeildum fyrir fullorðna. Matthías hefur einnig starfað með einstaklingum með fatlanir. Matthías starfaði nýlega í virkniteymi á vegum Reykjavíkurborgar en starfar nú hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins í geðheilsuteymi sem stjórnandi teymis og sem sálfræðingur fullorðinna auk þess að sinna verkefnum í fjarmeðferð og á eigin stofu að litlum hluta.